Minn eigin Hamlet

Texti: Valgarður Guðjónsson

Hef lengi setið upp í sal og séð
slakan leik en viljað vera með.
Hætta að æpa á hátt á aftasta bekk.
Halda blæbrigðum og örlitlum smekk.

Og loks er ég með - “ég tel mig með”
loks telst ég með og vil sýna þeim - “ég tel mig með”
hvernig þetta er gert.

Eftir flensukast loks komu þeir
að kalla á mig seint og síðar meir.
Klapp á bak og kannski “break a leg”
kunnuglega hljóma upp við vegg.

Ég verð hér.
Hér ég sker.

Þarf að setja upp annað andlit strax
eftir þriðja þátt og finna sax.
En andlit detta fljótt af öllum þeim
sem eiga von á venjulegum leik.

Skipti um exi og loksins sker við nögl.
Skot úr byssu og fljúga fáein högl.
Í þetta sinn ég setti einn á svið
sorgarleik og samdi engan við.

Lög