Barinn til vonar og vara

Texti: Valgarður Guðjónsson

Hitti hann fyrst í veislu fyrir ári,
fannst hann ósköp venjulegur þá.
Spjölluðum um bolta, vín og vindla
virtist jafnvel vel að sér og klár.
Um kvöldið frétti hann væri krimmi
kominn upp með eymdarlegan skríl
af górillum og greindarskertum bolum
sem ganga í skrokka upp á grín.

Við missum. "Allt sem má sjá."
Við vissum. "Allt er þrennt eftir þá."
Við missum. "Allt sem má sjá."
Við vissum. "Allt er þrennt eftir þá."

Var að fá mér samloku í sjoppu
sá hann rölta þar með tvo í taum.  "Eftir nokkur ár"
Virtist ætla að veifa og vappa framhjá
en sendi apa sína inn. "Eftir okkur sjá"
Þeir byrja að berja, sparka, kýla,
þeir bíta, hrækja, traðka á mér. "Allt er þrennt um þá"
Veit vart hvað ég unnið hef til saka
en vakna á skurðarborði seint.

Ákvað loks að láta reyna á kæru,
lenti nokkuð aftarlega í röð.
Mér var sagt að minni hans á andlit
væri með því versta sem er til.
Ég hélt ég gæti væri slæmur
ég veit ég móðga stundum fólk.
Ef það sem lenti á mér var ætlað öðrum
eða kannski hann vildi vera viss.

Lög