Bergmál
Lag og texti: Valgarður Guðjónsson
Að hanga í banni á bjór
var eitt hálmstrá þá
hjá þeim sem fannst það þeirra hlutverk
að reyna hafa stöðugt vit fyrir mér.
Því rökin voru rugl
eins og reynslan hefur sýnt
en samt finnst þeim enn sem fyrr
að þeirra vit sé betra fyrir mig.
Samt kom bjórinn og rak í rogastans
þær stóru rök leysur sem réðu ríki
fóru í kaf en dúkka upp alltaf aftur
hef fengið nóg af þeim, nú tími til að víki.
Nú finna aftur þörf
fyrir að segja mér
fyrir verkum hvar og hvenær
og af hverjum ég má kaupa hvað.
En best að fá á hreint
og hafa skýrara en kýr
þetta kemur ykkur einfaldlega
andskotann ekkert við.