Dauði
Texti: Valgarður Guðjónsson, Steinþór Stefánsson
Fjöldagrafir, sprengingar og skriðdrekar.
Húsarústir, svarti dauði og heimskuleg föðurlandsást.
Frelsishetjur, fasistar og nauðgarar
fengu loksins tækifæri að sýna sína hetjulund.
Skiptir engu máli hver vinnur þetta stríð.
Skiptir engu máli hvaða gæi býr til frið.
Kröfulabbið loksins sendi herinn heim.
Þjóðin lifði ein á sinni fögru fósturjörð.
Þriðja styrjöld heimsins kom svo öskrandi.
Allir sendu sprengju til að kanna ástandið.
Skiptir engu máli hvar Kanabasinn er.
Skiptir engu máli. Við verðum sprengdir hvort sem er.
Atómbomban veitir okkur himnavist.
Atómbomban veitir okkur langþráða hamingju.
Sprengjan kom sem frelsari er trúin brást.
Guð var önnum kafinn við að hlusta á Fræbbblana.