Eldur klukkan ellefu

Texti: Valgarður Guðjónsson

Kviknaði í snemma en ég fékk aðstoð strax.
Réðu við eldinn og tjón varð vart.
Fór heim til Reynis og hvíldist vel
enda öruggt að vakt væri í nótt
þeir fylgdust með glóðum og hefðu allt til taks.
Verðir síns traust enda vel vanir menn.
 
Vaknaði seint og fannst eitthvað vera að.
Ansi margt dýrgripa á einum stað.
Kynslóða safn, margra alda þar var.

Sé þar fréttir.
Sé þar frétt um allt mitt drasl.

Var loks vakinn af Reyni og vankaðist fljótt.
Í ellefu fréttum kvað við annan tón.
Vaktin, svo traust, hafði skroppið í grill.
 
Er þeir spurðu í þaula hann sagði ekki svo svart,
vart hefði tekið að vakta þetta allt,
mest gömul föt og eitthvert helvítis drasl.

Lög