Farvegur Frans

Texti: Valgarður Guðjónsson

Minni pokann þeir geta kysst því ég fann hrokann þegar ég kom þangað fyrst.
Latir sóðar, uppsnúið nef,ósvífin tilsvör og talandakvef.
Mín vegna hefði mátt gleyma þeim þegar Evrópa var frelsuð.
Bölvaðir dónar með tóman haus, krepptan hnefa og hönd sem er laus.

Innan skamms, þurrkast út
því við sjáum farveg Frans.
Strokast út, gleymast fljótt
því við sjáum farveg Frans.

Djöfuls hroka þeir geta kyngt, ég fann hann allan þegar ég kom þangað fyrst.
Pirraðir sóðar, regnblautt nef, ósvífin tilsvör og talanda hrist.
Mín vegna hefði mátt eyða þeim þegar Evrópa var frelsuð í heim....
Djöfuls sauðir með sljóan haus, lítinn skilning og fót sem er laus.

Lög