Fölar rósir

Texti: Halli Reynis

Þú giftir þig um sumar það var næstum komið haust,
augun af henni gast ei slitið.
Þú hafðir þráð þetta svo lengi það var lífið sem þú kaust.
Svo ástfanginn að þú misstir næstum vitið.

Það kulnaði í glóðinni, sem útbrennt kertaljós
og kossarnir urðu ekki eins heitir.
Þú varst hættur að hvísla orðum, hættur að gefa rós,
hættur því sem ástmaður veitir.

Nú ertu farinn að finna sjálfan þig.
Þú sagðir lífið heima hafa riðið þér á slig.

Því varstu að ala henni von?
Hún ól þér dóttur og son.
Hennar draumur um lífið á einni nóttu brann
er þú flúðir inn í annan faðm, flúðir sannleikann.

Inn í líf þitt er komin kona með kjaftfylli af ást.
Í krökkunum þú heyrir í gegnum símann.
Hver var það sem fór og hver var það sem brást?
Hver var það sem falsaði tímann?

En karlinn minn hvað gerir þú ef kulnar hjartans glóð
og hversdagslegir dagar verða´ ei ljósir.
Skilurðu eftir opið sár svo úr því renni blóð?
Ósögð orð og fölar rósir?

Lög