Gegn gömlum kunningjum

Texti: Valgarður Guðjónsson

Sá til mannaferða niðri seint um kvöld.
Fór strax inn til sín og læsti þar að sér.
Hljóp inn á skrifstofu - hringdi í bræður tvo.
Heyrði á meðan að þeir voru að sanka að sér.

Hringdi í einn-einn-tvo og bað þar líka um hjálp.
Læsti að sér og beið þar skjálfandi eftir þeim.
Fyrst komu bræður tveir - náðu að tefja þá.
Eftir talsverð slagsmál héldu eftir tveim.

Er orðinn þreyttur á að finna fórnarlömb
og er að gefast upp á að sinna þeim lenda
stöðugt í að minna mega sín gegn gömlum kunningjum.

Komu þrír í svörtu og hvítu og tóku upp þráð.
Leystu kunningja úr bræðraklóm strax þá.
Krotuðu á skýrslur tvær – og kváðust hafa ráð.
Kæra fyrir líkamsárás bræður þá.

Klapp á bak fékk svo að lokum hvor þrjótur hjá þeim.
Enda þekkst í gegnum starf í fjöl mörg ár.
En bræður leiddir burt - handjárnaðir tveir.
Bíða dóms og vita að dómurinn er klár.

Lög