Hippar
Texti: Valgarður Guðjónsson
Kúltúrpakk, hippalið.
Kúltúrpakk, hippalið
og alls konar rusl
uppfullt af djöfuls væli.
"Ykkar mál. Vandamál".
Helvítis eymdargól.
Helvítis eymdargól
í húmanistum
sem komust smástund í tísku.
"Ykkar mál. Vandamál".
Þykjast skilja pönk.
Hlusta ekki á pönk.
Misnota pönk.
Þið getið hnýtt ykkur
saman á rasshárum
og slefað svo vel
hvort upp í annars kjafta.
"Ykkar mál. Vandamál".
Hlustið á Patti Smith,
Hagen og beljulið
og haldið að þær
eigi eitthvað skylt við pönkið.
"Reipið er til!". Hengið ykkur nú.
"Höfnin er auð!". Drekkið ykkur nú.
"Spennan er há!". Steikið ykkur nú.
"Bensín er dýrt!". En brennið ykkur samt.