Hvers virði?

Texti: Valgarður Guðjónsson

"Í rauninni er mér alveg sama hvort þú trúir mér
eða ekki og svo sem sama hvort þú gerir eitthvað
með það sem þú trúir á annað borð.

Það að ég nýtti ekki tækifærið hafði einfaldlega
ekkert með þig eða þitt lið að gera."

Hvers virði að leika með þig?
Hvers virði að jafna um þig?
Hvers vegna að leika með þér,
á þínum nótum?

Mér er svo sem sama hvort þú trúir
og svo sem sama hvað þú sérð.
Kom aldrei til greina að nýta færið,
sú hefnd hefði aldrei haft neitt verð.
Var ekki hugsa um þennan skríl þinn
og heldur ekki að hugsa um þig.
Að ná mér niðri á þér og þínum
var einskis virði fyrir mig.

"Ég hef í rauninni aldrei fyrr eða síðar
kynnst annarri eins illgirni,
öðrum eins vilja til að skemma, meiða
og eyðileggja í algjöru tilgangsleysi."

"Þú reyndir ekki einu sinni að fela það.
Og láttu þér samt ekki detta í hug
að ég hafi gleymt neinu."

Kom reyndar flatt á mig að finna
að ég gæti gert upp gamla skuld
átti aldrei von á svona færi,
það færi að rifjast upp sú stund
sú stund var samt löngu gleymd og grafin,
en vél á vondan komu þá
var með þín tromp á minni hendi,
var þínum trompum búinn að ná.

Hefðir samt ekki átt annað skilið
og ekkert annað skilur enn
er reyndar viss um í mínum sporum,
hefðir aldrei hikað við þína hefnd.
Hef aldrei séð neitt nálægt þessu,
svo nístingskalda illa nótt
þið nutuð þess í ró og næði,
þið nutuð þess sem þið gátuð sótt.

Gæti notið hvers?
Væri rotið helst.
Ekkert virði, einskis vert.

Lög