Kysstur
Texti: Valgarður Guðjónsson
Við vildum segja sögu um blóð,
"Testósterón, berst of fljótt."
sem lak í stríðum straum,
flaut um ótta og kjól.
Við þekktum stelpu, þekktum kóng,
"Dómara og böðul vil."
hún sat í grárri þögn,
beið samt með von um frið.
Við reyndum fortal, reyndum hót,
og hennar eyra oft
en aldrei festist nóg.
Og betri tímar fóru fljótt,
því minna tilefnið,
þeim mun minni grið.
Finnur fyrir þeim fast,
skynjar hvert hans nýtt kast.
finnur ónotað sax,
nýtir óvæntan kraft.
Þyrstur og fær sinn bjór um leið,
systur strax sendar burt.
Kysstur og síðan banamein
frystur og étinn þurr.
Hún hafði gefist ung og upp,
féll fyrir merkja slóð
á vörum hans var skráð.
Öll merkin mætt á sínum stað
hamrað á hægri væng
og biti á vinstra stað.
Þá þegar fleiri komu til
öll merki um uppeldið
mætt á sínum stað.
Hún bíður hljóð, hún líður ein,
um loft er merki breytt,
breytt til marks um ráð.