Litir

Texti: Valgarður Guðjónsson

Hún sagði að hún heilsaði engum í dökku skinni né neinum með gulleita húð.
Sagði það sannað að þeir væru tregir, tregari en flest annað fólk.
Hún sagði þá leiðast í óreglu og glæpi og væru til vandræða um allan bæ.
Tók nokkur dæmi og taldi að best væri að loka okkar landi sem fyrst.

Hennar sál, kolsvört er að innan þá.
Hennar sál er sem kolsvört skál.

Hún sagði að hún heilsaði engum í dökkum fötum né neinum úr gulleitri blokk.
Sagði það sannað að þeir væru tregir, tregari en flest okkar fólk.
Hún sagði þá leiðast í óreglu og glæpi og væru í slagsmálum um allan bæ.
Tók fullt af dæmum og taldi þau sanna að rétt væri að loka sem fyrst.

Lög