RSA Skilaboð
Texti: Valgarður Guðjónsson
Stanslaust rennur út háð.
Til aðdáandans er náð.
Kaupa sjálf undir eigin mál
augna ljós fyrir annars sál.
Með talfærin virkjuð í topp.
Enginn setur á stopp.
Kynnir einn eftir einn.
Samband næst vart við neinn.
Sendir RSA skilaboð
merkingarlaus fyrir aðra en tvo.
Stanslaust streyma boð um þráð
líflaust fellur háð.
Stanslaust tengist við grín.
Úr ljósum augum fæst sýn.
Útlitið varla af fáum brotið
en innihaldið er helst til rotið.
Verður vonandi spark þar enn,
því til hvers lifa þeir markaðsmenn.
Senda RSA skilaboð
merkingarlaus eru meira en svo.