Stagl
Lag: Arnór Snorrason, Valgarður Guðjónsson Texti: Valgarður Guðjónsson
Fyrir utan þá sem sækja í sanna ritningu
er fullt liði að velta sér upp úr mannfyrirlitningu
Heyrðu mig hér kæri rapprímnasmiður
er kannski tími til kominn að tala ekki niður
til fólks eftir kynþætti, lit eða kyni
flestir eigið þið eigið dætur, flestir eigið þið syni
og að nafninu líklega alls konar vini.
Kannski var kaldhæðni upphaflegt markmið
og eflaust voru einhverjir sem þurftu að fá sparkið
en eftir fjórðung úr öld af skugga eftir skugga
er þetta helst til lúin og lasin tugga
skoppandi um grundir á sömu buxunum
og það vottar ekki fyrir frumlegum hugsunum.
Ég veit svo sem vel að þið skiljið ekki í íslensku
en sjálfir varla eruð talandi á rím-ensku
þið eruð verri en popparar „æ-lov-jú“ forðum
þið staglist á tveimur til þremur orðum
"móðurriðill" og "tík" og "ég" ég leggst um
í níutíu prósent af öllum ykkar textum
En ef til vill er ykkur einhvers konar af vorkunn
því við ykkur blasir sýn sem er forkunn-
arfögur af glansmyndum manna og kvenna
og eflaust ekki eingöngu ykkur að kenna
þið verðið fræg og rík og sem frelsarar borin
ef þið fetið vandlega í annarra sporin
Þessi staglkenndu hróp
eiga að virka á heilann
eins og hvert annað dóp
en virka að mestu á hálft.