Þriðjunætur
Texti: Valgarður Guðjónsson
Hita þar upp hafa andvarann á
byrja að svitna, púlsinn er ör.
Forleikur fljótt, aldagömul hefð
brátt fer fötum að fækka í takt.
Nálgast með ákveðinn hug þekkja reglurnar vel, beygja og brjóta í kvöld.
Í boxarabuxum er byrjað að þreifa þar
þukla og stundum að slá.
Eftir eitt verður þriðja nóttin ein í þeirra draum.
Eitt verður þriðja nóttin ein í þeirra draum.
Eftir eitt verður þriðja nóttin ein í þeirra draum.
Er leið lengra á leik, leikur æstist upp
ég var kominn að fullu í takt.
Samfarastunur þar ærandi hátt
undir nöktum skrokkum í hnút.
Nartar í eyrnasneplana ákafur helst til æstur um leið.
Eftir hálftíma box var hann sleginn í rot
ég sá dómarann telja hann út.